top of page

KYNFRÆÐSLA

Markmið í kynfræðslu - kennslu lífsleikni og kynheilbrigði

Byggt á markmiðum UNESCO

1-4.png
5-7.png
8-10.png

Veldu stig til að halda áfram

Um efni síðunnar

Kynfræðslu má skipta niður í 8 yfirflokka og þá má finna undir hverju aldursstigi.  

  • Samskipti og sambönd

  • Gildi, réttindi, menning og kynferði

  • Að skilja kyn, kynímyndir og kynhlutverk

  • Öryggi og ofbeldi

  • Heilsa og velferð

  • Mannslíkaminn og þroski

  • Kynferði og kynferðisleg hegðun

  • Kynlíf, kynheilbrigði og æxlun
     

Undir hverjum þætti eru nokkrar mismunandi  lykilhugmyndir sem liggja að baki og þau markmið sem miða að því að efla færni nemandans í þessum meginþáttum kynfræðslunnar. Einnig má finna safn kennsluefnis hér á síðunni sem styðja við þau markmið sem sett eru fram. 

Þessi markmið eru unnin út frá alþjóðlegum markmiðum UNESCO um kynfræðslu og kennslu á kynheilbrigði. 

Sjá upprunalegt skjal hér : 

UNESCO International technical guidance on sexuality education

Um höfund síðunnar

Hilja Guðmundsdóttir

Í janúar 2020 var ég beðin um af skólastjóra mínum  í Sæmundarskóla að fara af stað í að taka saman markmið fyrir heildstæða kennslu í kynheilbriðgi. Ég studdist við markmið frá UNESCO um kynfræðslu og safnaði saman ýmsu efni sem ég fann sem styður við markmiðin. 

Ég sjálf er menntuð með B.Ed. í kennslu náttúrvísinda og tók síðan M.Ed. í kennslufræði og skólastarfi. Ég hef unnið markmvisst með kynfræðslu í öllum árgöngum síðan 2013. 

Vonandi nýtist þetta öllum þeim sem koma að kennslu kynheilbrigðis, kynfræðslu og/eða lífsleikni! 

  • LinkedIn
  • Instagram
bottom of page