KYNFRÆÐSLA
Fjölskyldur
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin
Að alast upp felur í sér aukna ábyrgð á sjálfum sér og öðrum.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
greint og skoðað þá ábyrgð sem þau sjálf bera gagnvart sjálfum sér og öðrum eftir því sem þau eldast.
-
greint frá því að eftir því sem þau eldast, þá víkkar út þeirra eigin heimur og ástríða. Mikilvægi fjölskyldunnar breytist á meðan vinir og félagar verða sérstaklega mikilvægir þættir í lífinu.
-
metið og tekið að sér ný ábyrgðarhlutverk og byggt upp ný sambönd.
Ágreiningur og misskilningur á milli foreldra/forráðamanna og barna er algengt, sérstaklega á unglingsárunum, og er yfirleitt hægt að leysa.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
sagt frá/komið með dæmi um ágreining eða misskilning sem geti verið algengur milli foreldra/forráðamanna og barnanna.
-
lýst leiðum til að leysa misskilning og ágreining.
-
áttað sig á að misskilningur og ágreiningur milli foreldra/forráðamanna og barna er algengt á unglingsárum barnsins og má yfirleitt leysa á góðan hátt.
-
komið fram með lausnaleiðir til að leysa ágreining og misskilning við foreldra/forráðamenn eða aðra.
Ást, samvinna, jafnrétti kynja, gagnkvæm væntumþykja og virðing eru allt mikilvægir þættir fyrir heilbrigt fjölskyldulíf og sambönd.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
lýst því hvað einkennir heilbrigt fjölskyldulíf.
-
réttlætt af hverju þessir þættir (í lykilhugmyndinni) séu mikilvægir fyrir heilbrigt fjölskyldulíf.
-
metið þeirra eigið framlag til heilbrigðs fjölskyldulífs.