top of page
Staðalímyndir.png

Jafnrétti kynjanna, staðalímyndir og fordómar 
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Staðalímyndir kynjanna og viðhorf til þeirra hefur áhrif á hvernig menn, konur og fólk af mismunandi kynhneigðum og kynvitund koma fram við hvort annað og þær ákvarðanir sem einstaklingarnir taka.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá því hvernig samfélagsleg viðhorf hafi áhrif á hvernig horft sé til karla, kvenna, mismunandi kynhneigðar og kynja.

  • borið kennsl á og greint frá einhverri staðalímynd kynja í samfélaginu.

  • lýst mikilvægi þess að koma fram við alla einstaklinga af sanngirni og jafnrétti, óháð kyni eða kynhneigð þeirra.

  • rætt við aðra hvernig staðalímyndir geta haft neikvæð áhrif og líf og heilsu þeirra einstaklinga sem víkja verulega frá samfélagslegum viðhorfum.

  • sýnt fram á leiðir til að koma fram við einstaklinga án fordóma.

  • skoðað eigin gildi og hvernig þau gildi hafa áhrif á þeirra viðhorf til kynja, kynhlutverka og kynhneigða.

Jafnrétti kynjanna getur stuðlað að jafnræði í ákvarðanatökum um kynferðislega hegðun og framtíðarplön.

Jafnrétti kynjanna getur stuðlað að jafnræði í ákvarðanatökum um kynferðislega hegðun og framtíðarplön.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • tilgreint einkenni sambanda þar sem kynin eru jöfn að réttindum.

  • nefnt atriði þar sem kynhlutverk hafa áhrif á kynferðislega hegðun, kynheilbrigði (t.d. notkun getnaðarvarna) og framtíðarplana.

  • greint frá því hvernig jafnræði kynjanna geti stuðlað að auknu kynheilbrigði í samböndum.

  • rökrætt af hverju jafnrétti kynja sé hluti af heilbrigðum samböndum.

Kennsluhugmyndir.png

Einnig er hægt að skoða þætti og bíómyndir og spá í hvernig birtingarmynd kynja, kynhneigða, kynvitundar o.fl. birtist. 
Ræða hvernig það væri ef hlutverkunum væri snúið við, skoða hvort að birtingarmyndir í þáttum/myndum speglist í samfélaginu okkar. 

bottom of page