KYNFRÆÐSLA
Kynferðisleg viðbrögð og hegðun
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin
Líkamleg viðbrögð geta komið fram á margvíslegan hátt við kynferðislegri örvun.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
sýnt skilning á því að kynferðisleg örvun byggist bæði á líkamlegum og andlegum þáttum, fólk bregst við á mismunandi hátt og á mismunandi tímum.
-
áttað sig á að kynferðisleg viðbrögð geta orðið fyrir áhrifum af veikindum, stressi og álagi, kynferðislegu ofbeldi, hugleiðslu, vímuefnaneyslu og áföllum.
Öll samfélög, menningarheimar og kynslóðir hafa eigin mýtur um kynferðislega hegðun og það er mikilvægt að þekkja til staðreynda.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
aðgreint mýtur frá staðreyndum í tengslum við upplýsingar er varða kynferðislega hegðun.
-
sýnt skilning á því mikilvægi að þekkja til staðreynda í tengslum við kynhneigðir og kynferðislega hegðun einstaklinga.
-
gagnrýnt og dregið í efa mýtur er varða kynferðislega hegðun einstaklinga.
Það er mikilvægt að geta tekið upplýstar ákvarðanir í tengslum við kynferðislega hegðun.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
greint frá því að meðvitaðar og upplýstar ákvarðanatökur í kynferðislegum efnum (t.d. ákvörðun er snýr að því hvort einstaklingur ætli að fara að stunda kynlíf með öðrum, hvenær og hvernig) eru mikilvægar til að gæta að eigin heilsu og velferð.
-
greint frá því að það er persónuleg ákvörðun hvers og eins hvenær sá hinn sami verður kynferðislega virkur (sem getur einnig tekið breytingum) ber að virða í hvívetna.
-
tekið ábyrgar ákvarðanir í tengslum við eigin kynferðislega hegðun.
Það eru margar leiðir sem hægt er að fara til að forðast eða minnka áhættuna sem getur skapast af kynhegðun einstaklinga og haft neikvæð áhrif á heilsu og velferð einstaklinga.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
greint frá mögulegum leiðum sem hægt er að fara til að minnka áhættur sem fylgja kynferðislegri hegðun.
-
útskýrt að smokkar og aðrar getnaðarvarnir geta komið í veg fyrir ótímabæra þungun ásamt því að smokkurinn er besta vörnin gegn kynsjúkdómum.
-
greint frá þeim lausnum og leiðum sem til eru til að minnka hættuna sem getur fylgt kynferðislegri hegðun.
-
komið fram með dæmi um hvernig megi taka upplýsta ákvörðun um eigin kynferðislega hegðun.
Kynferðisleg viðskipti, þ.e. peningagreiðsla fyrir kynferðislegt efni (t.d. myndir eða samfarir) geta stofnað heilsu og velferð einstaklinga í hættu.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
greint frá því hvað felst í kynferðislegum viðskiptum.
-
lýst þeim hættum sem fylgja kynferðislegum viðskiptum.
-
greint frá því að náin sambönd sem fela í sér viðskipti (með peningum eða öðrum varningi) eykur valdaójafnvægi í sambandinu og stuðlar að auknum vanmætti og minnkaðri getu til að standa vörð um eigið sjálf.
-
leikið eftir leiðir sem hægt er að fara til að standa fast á sínu og neita beiðnum um kynferðisleg viðskipti.
Aðrar hugmyndir
Ýmsir þættir eru til sem horfa má á til að skoða út frá markmiðunum.