KYNFRÆÐSLA
Kynbundið ofbeldi
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin
Allar birtingarmyndir kynbundins ofbeldis er brot á mannréttindum þess einstakling sem verður fyrir ofbeldinu.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
áttað sig á að kynferðislegt og kynbundið ofbeldi snýr yfirleitt að valdbeitingu og drottnun gagnvart einstaklingnum, en ekki að það sé sök þess sem verður fyrir ofbeldinu.
-
komið með áætlun til aðgerða til að bera kennsl á og vinna gegn kynbundnu ofbeldi.
-
greint frá þeim leiðum sem einstaklingur getur farið verði hann vitni að kynbundnu ofbeldi.
-
greint frá því að fólk í valdastöðum getur beitt kynbundnu ofbeldi og það er ávallt brot á réttindum einstaklingsins.
Ofbeldi í nánu sambandi er skaðlegt og það er til margs konar hjálp fyrir þá sem upplifa slíkt ofbeldi.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
sagt frá því að ofbeldi getur átt sér stað í nánum samböndum (andleg, líkamlegt, kynferðislegt ofbeldi og aðrar birtingarmyndir).
-
rætt við aðra mikilvæg þess að vera meðvitaður um að það sé ávallt hægt að fara úr ofbeldissambandi og ofbeldi gagnvart öðrum einstakling er ávallt rangt.
-
sýnt fram á eða lýst leiðum sem hægt sé að fara til að leita aðstoðar vegna ofbeldis í sambandi.