KYNFRÆÐSLA
Ofbeldi
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin
Kynferðislegt misnotkun, ofbeldi eða áreitni ásamt ofbeldi í nánu sambandi og einelti er brot á mannréttindum einstaklinga.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
borið saman einelti, líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, kynferðislega misnotkun og ofbeldi í nánu sambandi.
-
greint frá því að kynferðisleg misnotkun, kynferðislegt ofbeldi, ofbeldi í nánu sambandi og einelti sem er beitt af fullorðnum, ungmennum og einstaklingum í valdastöðu er aldrei sök þess sem verður fyrir ofbeldinu og er ávallt brot á mannréttindum einstaklingsins.
-
leikið eftir leiðir til að tilkynna kynferðislega misnotkun, kynferðislegt ofbeldi, ofbeldi í nánu sambandi eða einelti.
-
leikið eftir leiðir til að sýna hvernig hægt sé að nálgast traustverðugan fullorðinn einstakling eða félagasamtök sem styðja við þolendur ofbeldis (sama hvers kyns ofbeldið er).