top of page
Meðganga.png

Meðganga og getnaðarvarnir
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Mismunandi gerðir getnaðarvarna bera misjafnan árangur, hafa misjafna kosti og ókosti, þ.á.m. aukaverkanir.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá mismunandi leiðum til að koma í veg fyrir þungun og aðgreint þá vörn sem hver getnaðarvörn veitir.

  • útskýrt að með því að sleppa því að stunda samfarir eða gæta að réttri notkun getnaðarvarna getur komið í veg fyrir ótímabæra þungun.

  • greint frá því að rétt og virk notkun á smokkum og öðrum nútíma getnaðarvörnum geta hindrað það að getnaður eigi sér stað.

  • útskýrt og sýnt hvernig rétt notkun á smokkinum fer fram.

  • útskýrt að neyðarpillan geti hindrað getnað þegar aðrar getnaðarvarnir misfarast, gleymast eða ef nauðgun á sér stað.

  • greint frá því að náttúrulegar ráðstafanir, t.d. rofnar samfarir, eru ekki eins áreiðanlegar í að hindra getnað líkt og nútíma getnaðarvarnir, slíkar ráðstafanir eru þó betra en ekkert.

  • útskýrt að ófrjósemisaðgerðir eru varanlegar aðferðir til að hindra getnað.

Ungt fólk sem stundar kynlíf ætti að hafa greiðan aðgang að getnaðarvörnum, óháð getu, sambandsstöðu, kyn, kynvitund eða kynhneigð. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • leitað eftir því hvar og hvernig hægt sé að nálgast smokka og aðrar getnaðarvarnir í sínu umhverfi.

  • útskýrt að engu ungmenni sem sé kynferðislega virkt ætti að vera neitað um smokka eða aðrar getnaðarvarnir byggt á sambandsstöðu þeirra, kyni eða kynvitund.

  • leikið eftir og útskýrt leiðir til þess að nálgast getnaðarvarnir.

Það fylgja því ákveðnir áhættuþættir að ganga með og eignast barn of ung eða með of stuttu millibili. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá því hvaða áhættuþættir fylgja því þegar barnungar stúlkur verða óléttar.

  • útskýrt ávinning þess að eignast börn með ákveðið löngu millibili.

  • útskýrt mikilvægi þess að eignast ekki börn með of stuttu millimili.

  • greint frá því hvaða hugsanir og óskir hann sjálf hefur í kringum eigin framtíðar barneignir.

Ættleiðing er valmöguleiki fyrir þá sem ekki geta eignast börn eða vilja ekki ganga með barn. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá þeim kostum og ókostum sem fylgja ættleiðingu.

  • rætt mikilvægi þess að ættleiðing standi einstaklingum og pörum til boða sem glíma við ófrjósemi eða kjósa þess heldur að ættleiða en að ganga sjálf með barn.

bottom of page