top of page
Kynjaviðhorf.png

Samfélagslegt kyn og kynjaviðhorf
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Það er mikilvægt að skilja muninn á milli líffræðilegs kyns og kynvitundar

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • gert greinarmun á því hvað líffræðilegt kyn er og hvað kynvitund felur í sér.

  • sagt frá því hvernig hann sjálfur upplifir sitt líffræðilega kyn (og mögulega kynvitund).

Fjölskyldur, einstaklingar, félagar og samfélög eru upplýsingaveitur á kynlíf, kyn, kynvitund og kynferði.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • sagt frá því hvaðan upplýsingar um kynlíf, kyn og kynvitund koma.

  • skoðað á gagnrýninn hátt hvernig hugmyndir okkar um kyn og kynvitund verða fyrir áhrifum úr margvíslegum áttum.

Kennsluhugmyndir.png

Einnig er hægt að skoða barnaþætti eða barnamyndir og spá í kynin og hvernig þau birtast. Til að mynda má spyrja; "Af hverju eru Tommi og Jenni strákar, gætu þeir verið stelpur". Hægt er að skoða leikföng eða liti, er eitthvað sem er bara fyrir stráka eða stelpur? Fá börn til að ræða um efnið, færa rök fyrir sínum skoðunum og jafnvel búa til sögur út frá hefðbundnum ævintýrum en snúa kynhlutverkunum við.

bottom of page