top of page
KYNFRÆÐSLA
Fjölmiðlalæsi og kynvitund
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin
Miðlar geta haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á gildi og viðhorf einstaklinga gagnvart kynvitund, kyngervi og kyntjáningu.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
skilgreint mismunandi gerðir af miðlum (t.d. samfélagsmiðla og hefðbundna miðla líkt og dagblöð, útvarp og sjónvarp).
-
komið með dæmi um hvernig karlar og konur birtast í miðlum, samskipti þeirra á milli og sambönd.
-
lýst þeim áhrifum sem miðlar geta haft á persónuleg gildi, viðhorf og hegðun í tengslum við kynvitund, kyntjáningu og kyngervi.
-
áttað sig á valdi miðlanna til að hafa áhrif á gildi, viðhorf og hegðun einstaklinga í tengslum við kyngervi, kynvitund og kyntjáningu.
-
verið gagnrýninn á birtingarmynd karla og kvenna í miðlum.
bottom of page