top of page
Samskipti.png

Samskipti, synjun og samningafærni
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Skilvirk samskipti felast í margvíslegum leiðum og aðferðum sem eru mikilvæg þegar kemur að því að tjá sig og skilja óskir annarra, þarfir og persónuleg mörk.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst einkennum markvissra og ómarkvissra samskiptaleiða (bæði með og án orða). T.d. virk hlustun, tjá tilfinningar, sýna skilning, augnsamband og áhrif þess ef þessa þætti vantar.

  • gert grein fyrir mikilvægi þess að geta tjáð eigin óskir, þarfir og persónuleg mörk og sömuleiðis hlustað á slíkt hið sama frá öðrum einstaklingum.

  • áttað sig á og rætt þá staðreynd að þegar verið er að komast að samkomulagi, þá felur það í sér gagnkvæma virðingu, samvinnu og málamiðlun frá öllum hluteigandi aðilum.

  • leikið eftir eða lýst leiðum til að koma til skila eigin vilja, óskum, þörfum og mörkum ásamt því að geta hlustað og sýnt slíku virðingu hjá öðrum.

Fræðsla til kynheilbrigðis

Hilja Guðmundsdóttir

M.Ed. í kennslufræði og skólastarfi

Ástríða á málefnum kynheilbrigðis

hiljagud (hjá) gmail.com

 Reykjavík, Iceland

©2023 by Fræðsla til kynheilbrigðis

bottom of page