KYNFRÆÐSLA
Miðstig
Markmið og áherslur í kynfræðslu í 5. - 7. bekk
Sambönd og samskipti
Fjölskyldur
Foreldrar/forráðamenn og aðrir fjölskyldumeðlimir aðstoða börn í að tileinka sér gildi ásamt því að leiðbeina og styðja við ákvarðanir barnanna.
Fjölskyldur geta ýtt undir jafnrétti kynjanna í gegnum eigin hlutverk og ábyrgðarhlutverk.
Heilsufar og sjúkdómar geta haft áhrif á fjölskyldur með tilliti til uppbyggingar, getu og ábyrgðar.
Vinátta, ást og rómantísk sambönd
Vinátta og ást lætur einstaklingum líða vel með eigið sjálf.
Vináttu og ást má tjá á annan hátt þegar barn fullorðnast.
Ójafnræði innan sambanda getur haft neikvæð áhrif á samböndin.
Umburðarlyndi og virðing
Mismunum og fordómar eru skaðlegir.
Það er óheiðarlegt að áreita eða leggja einhvern í einelti sem er byggt á samfélagslegri, fjárhagslegri eða heilsufarslegri stöðu, uppruna, kynþætti, kynferði, kynhneigð eða nokkrum öðrum þætti.
Skuldbindingar og foreldrahlutverk
Barnagiftingar eru skaðlegar og gegn lögum í flestum löndum heimsins.
Langtíma sambönd, brúðkaup og foreldrahlutverkið eru margvísleg og mótuð af samfélagi, trú, menningu og lögum.
Menning og kynjahlutverk hafa áhrif á uppeldi.
Gildi, réttindi, menning og kynferði
Gildi og kynferði
Gildi og framkoma, sem við lærum af fjölskyldu og samfélögum, er uppspretta þess að við lærum um kyn, kynferði og kynhneigð - sem hefur áhrif á okkar persónulegu hegðun og ákvaðanatöku.
Mannréttindi og kynferði
Það er mikilvægt að þekkja eigin réttindi og mannréttindi ásamt því hvernig þau réttindi eru sett fram í lögum landsins og alþjóðlegum sáttmálum.
Menning, samfélög og kynferði
Menning, trú og samfélagsleg gildi hafa áhrif á eigin skilning í kynferðislegum málum.
Að skilja kyn, kynímyndir og kynhlutverk
Samfélagsleg kyn og kynjaviðhorf
Samfélagsleg og menningarleg viðhorf ásamt trúarbrögðum eru allt þættir sem hafa áhrif á kynjahlutverk.
Það hvernig einstaklingur sér sjálfan sig eða lýsir sjálfum sér fyrir öðrum hvað varðar eigin kynvitund er einstaklingsbundið og ber að virða.
Jafnrétti kynjanna, staðalímyndir og fordómar
Kynjamisrétti og valdaójafnvægi á sér stað innan fjölskyldna, vina, sambanda, nærsamfélags og menningarheims.
Staðalímyndir um kyn og kynhneigðir geta valdið misrétti og ójafnræðis.
Kynbundið ofbeldi
Allar birtingarmyndir kynbundins ofbeldis eru brot á mannréttindum og er ekki ásættanleg hegðun.
Staðalímyndir kynja getur verið orsök að ofbeldi og misrétti.
Öryggi og ofbeldi
Ofbeldi
Kynferðislegt ofbeldi, kynferðisleg áreitni og einelti (einnig net-einelti) hefur skaðleg áhrif á einstaklinginn og það er mikilvægt að leita aðstoðar ef maður verður fyrir slíku.
Ofbeldi í nánu sambandi er aldrei réttlætanlegt og það er mikilvægt að leita aðstoðar ef maður verður fyrir slíku.
Samþykki og einkalíf
Það er mikilvægt að átta sig á því hvað óvelkomin kynferðisleg athygli er og mikilvægi einkalífsins eykst eftir því sem maður eldist.
Örugg notkun upplýsinga og samfélagsmiðla
Internetið og samfélagsmiðlar krefjast ákveðinnar varúðar og nærgætni.
Kynferðislegt myndefni má nálgast á auðveldan hátt í gegnum samfélagsmiðla og geta ýtt undir skaðlegar staðarlímyndir fyrir kynin.
Heilsa og velferð
Venjur og
áhrif jafningja á kynhegðun
Jafningjar og vinir geta haft áhrif á ákvarðanir og hegðun í tengslum við kynhegðun.
Það eru leiðir sem hægt er að fara til að standast neikvæðan hópþrýsting og stuðla að jákvæðum jafningjaáhrifum í tengslum við kynhegðun.
Ákvarðanatökur
Ákvarðanataka er hæfni sem hægt er að læra og æfa sig í.
Það er margt sem getur haft áhrif á okkar eigin ákvarðanir, þar á meðal fjölskylda, menning, staðalímyndir, jafningjar, áhrifavaldar og hinir ýmsu miðlar.
Samskipti, skynjun og samningafærni
Skilvirk samskipti felast í margvíslegum leiðum og aðferðum sem eru mikilvæg þegar kemur að því að tjá sig og skilja óskir annarra, þarfir og persónuleg mörk.
Fjölmiðlalæsi og kynvitund
Miðlar geta haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á gildi og viðhorf einstaklinga gagnvart kynvitund, kyngervi og kyntjáningu.
Að leita aðstoðar og stuðnings
Það eru til margvíslegar leiðir sem hægt er að fara til að leita aðstoðar og stuðnings.
Mannslíkaminn og þroski
Kyn- og æxlunarfæri
Allir hafa kyn- og æxlunarfæri og það er algengt að börn hafi spurningar um þau.
Líkami kvenna getur losað egg á tíðarhring þeirra og líkami karla útbýr sæði sem losnar með sæði. Báðir þessir atburðir eru mikilvægir fyrir æxlun og frjóvgun.
Æxlun
Til að meðganga geti hafist þarf sáðfruma að frjóvga egg, og frjóvgaða eggið að taka sér bólfestu í leginu.
Tíðarhringur kvenna skiptist í mismunandi stig, þar á meðal tímann þegar egglos á sér stað. Á þeim tímapunkti, ef sæði er til staðar, er líklegast að frjóvgun eigi sér stað.
Það eru nokkur algeng einkenni sem gefa til kynna að kona sé þunguð en mikilvægt er að staðfesta þann grun með þungunarprófi ef blæðingar ættu að vera hafnar.
Kynþroskinn
Kynþroski er merki breytinga á getu einstaklings til að fjölga sér.
Á meðan kynþroska stendur er mikilvægt að huga að hreinlæti og heilbrigði kynfæranna.
Að fara á blæðingar er eðlilegur og náttúrulegur þáttur þeirra líkamlegu breytinga sem stúlkur upplifa á kynþroskaskeiðinu.
Á kynþroskaskeiðinu geta ungmenni upplifað ýmis líkamleg viðbrögð (t.d. ris á hinum ýmsu tímum dags, blautir draumar og kynferðislegar hugsanir).
Líkamsímynd
Líkami einstaklinga skilgreinir ekki virði þeirra sem mannveru.
Það er mikil fjölbreytni í því hvað einstaklingum finnst aðlaðandi í líkamlegu útliti annarra einstaklinga.
Kynferði og kynferðisleg hegðun
Kyn, kynhneigð og kynferðisleg tjáning
Einstaklingar fæðast með getu til að njóta eigin kynhneigðar og kynhegðunar í gegnum lífið.
Það er eðlilegt að vera forvitin/nn/ið um kynhneigð og mikilvægt að geta spurt fullorðinn einstakling, sem maður treystir, spurningar er varða efnið.
Kynferðisleg viðbrögð og hegðun
Einstaklingar geta brugðist líkamlega við kynferðislegri örvun, bæði líkamlegri og andlegri örvun.
Það er mikilvægt að geta tekið upplýstar ákvaðanir er snúa að kynferðislegri hegðun, þar á meðal ákvörðun sem snýr að því hvenær einstaklingur verður kynferðislega virkur.
Kynlíf, kynheilbrigði og æxlun
Meðganga og getnaðarvarnir
Það er mikilvægt að þekkja meginatriði þungunar og meðgöngu.
Getnaðarvarnir nútímans geta hjálpað einstaklingum við að koma í veg fyrir eða skipuleggja barneignir.
Kynjahlutverk og hugmyndir meðal jafningja geta haft áhrif á ákvörðun einstaklinga á notkun getnaðarvarna.
Að skilja, þekkja og minnka áhættu gegn kynsjúkdómum
Einstaklingar geta fengið kynsjúkdóma eftir að hafa stundað kynlíf með einstaklingi sem er smitaður af kynsjúkdómi.
Það eru leiðir sem fólk getur farið til að minnka líkurnar á að fá kynsjúkdóm.
Sumir kynsjúkdómar, eins og HIV/AIDS, geta haft áhrif á fjölskyldur (samsetningu þeirra, hlutverk og ábyrgð)
Kynsjúkdómapróf er eina leiðin til að komast að því hvort einstaklingur sé með kynsjúkdóm. Til er meðferð við flestum kynsjúkdómum.