KYNFRÆÐSLA
Yngsta stig
Markmið og áherslur í kynfræðslu kennslu hjá 1.-4. bekk
Sambönd og samskipti
Fjölskyldur
Það eru til margar mismunandi fjölskyldur um allan heim.
Fjölskyldumeðlimir hafa mismunandi þarfir og hlutverk.
Ójafnvægi milli kynja endurspeglast oft í hlutverkum og ábyrgð fjölskyldumeðlima.
Fjölskyldumeðlimir gegna mikilvægu hlutverki í að koma áfram gildum til barna.
Vinátta, ást og rómantísk sambönd
Það eru til margs konar vináttur
Vinátta byggist á trausti, geta deilt með öðrum, virðingu, samkennd og samstöðu.
Sambönd fela í sér margs konar tegundir af ást (þ.e. ást milli vina, foreldra, við gæludýr, milli systkina o.fl. og það má tjá ást sína á margvíslegan máta.
Það eru til heilbrigð og óheilbrigð sambönd.
Umburðarlyndi og virðing
Hver og einn einstaklingur er einstakur, getur lagt sitt af mörkum í samfélaginu og á rétt á virðingu.
Skuldbindingar og foreldrahlutverk
Skuldbindingar geta verið margvíslegar
Það eru til margs konar fjölskyldumynstur og skilningur á giftingu.
Gildi, réttindi, menning og kynferði
Gildi og kynferði
Gildi er sterk tiltrú einstaklinga, fjölskyldna og samfélaga um málefni sem þau telja skipta máli.
Menning, samfélög og kynferði
Það er hægt að fara margvíslegar leiðir til að læra um okkur sjálf, tilfinningar okkar og líkama.
Að skilja kyn, kynímyndir og kynhlutverk
Samfélagsleg kyn og kynjaviðhorf
Það er mikilvægt að skilja muninn á milli líffræðilegs kyns og kynvitundar.
Fjölskyldur, einstaklingar, félagar og samfélög eru upplýsingaveitur á kynlíf, kyn, kynvitund og kynferði.
Jafnrétti kynjanna, staðalímyndir og fordómar
Allir einstaklingar eru jafn dýrmætir, óháð kyni, kynvitundar eða kynhneigðar þeirra.
Kynbundið ofbeldi
Það er mikilvægt að vita hvað kynbundið ofbeldi er og hver er hægt að leita eftir aðstoð
Öryggi og ofbeldi
Ofbeldi
Það er mikilvægt að þekkja merki áreitni og ofbeldis, og skilja að það er rangt að beita ofbeldi eða áreita annan einstakling.
Það er mikilvægt að þekkja merki þess þegar börn eru beitt ofbeldi og skilja að það er rangt að beita ofbeldi.
Það er mikilvægt að skilja að ofbeldi milli pars eða hjóna er rangt.
Samþykki og einkalíf
Allir eiga rétt á því að ákveða hver megi snerta líkama þeirra, hvar og með hvaða hætti.
Örugg notkun upplýsinga og samfélagsmiðla
Internetið og samfélagsmiðlar veita leiðir til að finna upplýsingar og tengjast öðrum, sem má gera á öruggan hátt og getur einnig sett einstaklinga, þar á meðal börn, í hættu.
Heilsa og velferð
Venjur og
áhrif jafningja á kynhegðun
Jafningjaáhrif geta birst á margvíslegan vegu og haft bæði góð og slæm áhrif á einstaklinginn.
Ákvarðanatökur
Allir hafa rétt á að taka eigin ákvarðanir og allar ákvarðanir hafa einhverjar afleiðingar, góðar og slæmar.
Samskipti, skynjun og samningafærni
Samskipti eru mikilvægur þáttur í öllum samböndum, einnig á milli foreldra/forráðamanna og barna, og á milli vina og annarra.
Kynhlutverk geta haft áhrif á samskipti einstaklinga.
Fjölmiðlalæsi og kynvitund
Það eru til margs konar fjölmiðlar sem allir birta upplýsingar, sem geta verið bæði réttar og rangar.
Að leita aðstoðar og stuðnings
Vinir, fjölskylda, kennarar og samfélag geta og ættu að aðstoða hvort annað.
Mannslíkaminn og þroski
Kyn- og æxlunarfæri
Það er mikilvægt að vita hugtök og heiti kyn- og æxlunarfæra ásamt því að vita hvernig þau starfa.
Allir hafa einstakan líkama og það bera að virða við alla, líka þá sem glíma við fötlun.
Æxlun
Meðganga hefst þegar egg og sáðfruma sameinast og frjóvgað egg tekur sér bólfestu í leginu.
Meðganga er yfirleitt 40 vikur og á þeim tíma fer líkami konunnar í gegnum miklar breytingar.
Kynþroskinn
Kynþroski er tími líkamlegra og tilfinningalegra breytinga sem eiga sér stað eftir því sem barn vex og þroskast.
Mannslíkaminn og þroski
Kyn- og æxlunarfæri
Það er mikilvægt að vita hugtök og heiti kyn- og æxlunarfæranna ásamt því að vita hvernig þau starfa.
Allir hafa einstakan líkama og það ber að virða við alla, líka þá sem glíma við fötlun af margvíslegum toga.
Æxlun
Meðganga hefst þegar egg og sáðfruma sameinast og frjóvgað egg tekur sér bófestu í leginu.
Meðganga er yfirleitt 40 vikur og á þeim tíma fer líkaminn í gegnum miklar breytingar.
Kynþroskinn
Kynþroski er tími líkamlegra og tilfinningalegra breytinga sem eiga sér stað eftir því sem barn vex og þroskast.
Líkamsvitund
Allir líkamar eru einstakir og miklvægt er að vera ánægður með eigin líkama.
Kynferði og kynferðisleg hegðun
Kyn, kynhneigð og kynferðisleg tjáning
Það er eðlilegt fyrir einstaklinga að njóta eigin líkama og njóta nærveru við aðra í gegnum lífið.
Kynferðisleg viðbrögð og hegðun
Einstaklingar geta sýnt ást og væntumþykju gagnvart öðrum með snertingu og nánd.
Börn eiga að skilja hvað telst eðlileg og óeðlileg snerting.
Kynlíf, kynheilbrigði og æxlun
Meðganga og getnaðarvarnir
Meðganga er náttúrulegt og líffræðilegt ferli sem hægt er að skipuleggja sérstaklega.
Að skilja, þekkja og minnka áhættu gegn kynsjúkdómum
Ónæmiskerfið hjálpar til við að vernda líkamann fyrir sjúkdómum og aðstoðar við að halda líkamanum heilbrigðum.
Einstaklingar sem hafa einhvern sjúkdóm geta litið út fyrir að vera heilbrigðir.
Allir, hvort sem þeir hafa sjúkdóma eða ekki, þurfa á ást, umhuggju og stuðningi að halda.